Gullmerki MFK

Á síðustu árum hefur verið unnið að sérstakri reglugerð um notkun merki félagsins. Reglugerðin gildir fyrir notkun merki MFK ( gull – silfur – brons) við merkingu, auglýsingu og kynningu matvæla sem unnið hafa til verðlauna í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna. Þær setja skýrar reglur fyrir notkun á merkinu, merkingu og markaðssetningu, auk þess sem hún tryggir rétta notkun merkisins. þ.e. grafíska hönnun og lit. Einnig að varan sé sú sama og vann til verðlaunanna. Allar nánari upplýsingar veitir stjórn félagsins.

Hjálparhönd

Síðustu ár hefur Meistarafélag kjötiðnaðarmanna fengið afhent frá flestum kjötiðnaðarstöðum á landinu hangilæri og hangiframpart. Þetta hefur verið frá c.a. 70-120 stk sem félagsmenn hafa tekið að sér að úrbeina, setja í net og vacumpakka og afhenda Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur til hjálpar þeim sem minna mega sín fyrir Jólin.

Fagkeppni MFK

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur reglulega fagkeppni kjötiðnaðarmanna. Keppnin verður næst á vormánuðum 2018. Allar nánari upplýsingar um keppnina verður hægt að sjá hér á síðunni Fagkeppni MFK.

Löggilding iðngreina

Kjötiðn er löggild iðngrein, skv. iðnaðarlögum og reglugerð um löggiltar iðngreinar. Löggildingin þýðir að starf og starfsheiti í greininni eru lögvernduð, sbr. nánari skýringar hér að neðan. Rétt til starfa í greininni hafa meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni, sbr. 8. gr. iðnaðarlaga.

Sjá nánar