Það er komið út snjallsímaforrit á vegum lambakjot.is. Þarna eru fjölbreyttar uppskriftir og verða einnig tilboð innan tíðar. Þessi útgáfa er fyrir Android en líka er fáanleg útgáfa fyrir IPhone. Með þessu forriti geta nú íslenskir neytendur fegnið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti, uppskriftir og fleira. Í frétt um má´lið kemur fram að fyrst um sinn verði þessi lausn í samstarfi við verslanir Krónunnar og að fleiri verslanir munu síðan bætast við. Hægt er að nálgast upplýsingar um appið á www.lambakjot.is. Nú bíðum við eftir að aðrir framleiðendur kjötmetis útbúi app fyrir sína framleiðslu.