Á síðasta félagsfundi sem haldinn var á Hellu þann 25. jnaúar síðastliðinn var kynning á fyfirhugarðri ferð MFK til Þýskalands. Hérna meðfylgjandi er kynningin fyrir þá sem ekki komust á fundinn. Allar nánari upplýsingar gefur Halldór Jökull í síma 660 4033 og í gegnum netfangið hjr@simnet.is

 
FERÐ MFK TIL ÞÝSKALANDS MEÐ VITA
27 apríl – 1 maí. 2014
Dagur eitt   27.04 – Komudagur.
Flugvél Icelandair FI520 lendir í Frankfurt um kl 12:50.
Rútuferð frá flugvelli að hóteli:
InterContinental Hotel. Wilhelm-Leuschner-Strasse 43
Eftirmiðdagurinn frjáls.
Dagur tvö    28.04
Þriggja tíma skoðunarferð um Frankfurt með enskumælandi fararstjóra.  Sigling í ca. 100 min.
Eftirmiðdagurinn frjáls.
Dagur þrjú – 29.04
Heimsókn til LAY
8.30-9.00 Rúta kemur og sækir hópinn.
Tveggja tíma akstur til LAY þar sem nýja húsnæði þeirra er skoðað.
Léttar veitingar í boði hjá þeim.
Ekið aftur til Frankfurt ca. tveir tímar.
Dagur fjögur – 30.04
Þýska Meistarafélagið skipurleggur þennan dag.
Dr. Wolfgang Lutz
Kl.07.00  Heimsókn í heildsölu kjötmarkað í Frankfurt.
Heimsókn í fyrirtæki sem skaffar vélar,krydd,garnir,fatnað fyrir kjötiðnaðinn nálægt kjötmarkaðinum.
Heimsókn í nýja þjálfunarmiðstöð/skóla fyrir verðandi kjötiðnaðarmenn, nálægt Ludwigshafen ca. 85 km frá Frankfurt. Haldið til Weisenheim ca. 15 km keyrsla. Höfustöðvar Þýska Meistarasambandsins skoðaðar.“ Heimsókn í búðir og „outlets“ sem eru að framleiða kjötvörur.
Dagurinn endar með smökkun á víni frá þessu svæði ásamt smökkun á hinum ýmsum tegunda af pylsum.
Farið til baka til Frankfurt.
Dagur fimm – 1.05 – Brottfaradagur.
Flugvél Icelandair FI521 brottför frá Frankfurt 14.00 mæting tveimur tímum fyrir brottför út á völl farið með rútu. Lending á Íslandi um 15.35
Kostnaður 122.000 pr. mann.
Innifalið flug,gisting 4 nætur með morgunmat,skoðunarferð um Frankfurt og sigling með enskumælandi fararstjóra. Allar rútuferðir. MFK leggur til 50.000 kr.pr. félagsmann.
Þeir sem eiga punkta fyrir vinnu við grill sumarsins geta nota þá upp í ferðakostnað.
Frestur til að skrá sig er 21 febrúar 2014. Farið er með ferðaskrifstofu Vita bókunarnúmer er 1111
Hver og einn greiðir fyrir sig a.m.k. 40.000kr staðfestingargjaldið um leið og hann bókar sig.
Lokagreiðsla skal berast í síðasta lagi 6 vikum fyrir brottför eða 14.mars. Þetta er innan sama kortatímabils svo best er að velja að fullgreiða við bókun.
Hægt er að velja:  Einbýli – fyrir einn kemur aukakostnaður á slíka bókun. Tvíbýli – fyrir par/tvo. Hálft tvíbýli – fyrir einn sem ætlar að deila herbergi með öðrum. Um leið og þið eru ákveðin í að fara og hafið greitt staðfestingar gjaldið 40,000 kr, sendið staðfestinguna á gjaldkera MFK með upplýsingum um kt, númer banka og reiknings ykkar.  Gjaldkeri MFK mun leggja 50,000 kr inn á reikning hjá viðkomandi ásamt þeim fjármunum sem þeir félagsmenn MFK hafa unnið sér inn með því að taka þátt í sumargrillum á vegum MFK.
 
Bókunarleiðbeiingar frá VITA.
 Þegar einstaklingar í hóp bóka sig á netinu er farið inná www.vita.is.
Smellt er á Hópabókun efst hægra megin á síðunni (fyrir ofan myndina af flugvélinni).
Þar er smellt á VITA og opnast þá síða þar sem setja á inn númer hópsins, sem er 1111.
Frá þessum stað leiðir kerfið skráninguna áfram og fyllt er inn í þá reiti sem óskað er eftir og greitt með kreditkorti í lokin.
Val er um að greiða alla ferðina eða greiða 40,000 kr. staðfestingargjald á mann.
Ef þig vantar aðstoð við að bóka hikaðu þá ekki við að hringja í okkur í síma 570-4444 og við munum aðstoða eftir bestu getu.