Í dag 1. mars voru 13 meistarar mættir við tónlistarhúsið Hörpu. Þar var grillað léttreykt lambakjöt. Mikill gleði var í hópnum og smitaðist hún víðar til að mynda var sólin föst hjá okkur, allann þann tíma er við grilluðum og skárið góðgætið niður.

Félagi okkar og meistari Erlendur Sigurþórsson hefur í gegnum tíðina tekið myndir og myndbönd af starfi kjötiðnaðarmanna og Meistara. Á facebook síðunni okkar er nú komið myndband frá liðnum tíma sem Elli tók. Endilega fylgist með á Fb síðunni, því líklegt er að fleiri myndir og myndbrot rati þangað á næstunni.