Hér er samantekt  Óla Þórs Hilmarssonar um ráð og nefndir innan kjötiðnaðarins. Þetta eru punktar um hvaða nefndir og ráð tengjast okkar iðn og hvaða hlutverki þau eiga að gegna, hverjir skipa í þær, hverjir sitja þar núna, hvenær skipunartíminn rennur út og hvort greidd sé þóknun fyrir setuna.  Meistarafélagið á þarna nokkra fulltrúa, en þeir eru allir tilnefndir af öðrum þ.e. MFK hefur enga aðkomu að tilnefningu eins né neins. Á sínum tíma var kannað hvort MFK ætti möguleika á að sækja um inngöngu í Samtök Iðnaðarins, sem eru hluti af Samtökum Atvinnulífsins en það gekk ekki þar sem þá hefðu allir félagsmenn MFK þurft að starfa hjá fyrirtækjum sem væru innan vébanda SA.

Um leið og  ég þakka Óla fyrir þessa samantekt þá hvet ég ykkur til að lesa þessa punkta vel.

 

Iðan, fræðsluráð hótel og matvælagreina, sendir út viðeigandi  gögn og tekur á móti umsóknum um nemaleyfi frá fyrirtækjum í kjötiðnaði. Tekur á móti umsóknum um gerð námssamnings í kjötiðnaði og afgreiðir í samræmi við vinnureglur um nemaleyfi. Annast samskipti  við fyrirtæki, meistara og nema varðandi námssamninga. Boðar nemaleyfisnefnd á fundi. Sendir út ferilbók til nema og meistara og tekur á móti skráningum a.m.k. tvisvar á ári. Sendir út tilkynningar til nema og meistara um innköllun nemabóka. Færir upplýsingar af mánaðareyðublöðum yfir í heildarbók. Vinnur yfirlit fyrir nefndina. Kemur athugasemdum nemaleyfisnefndar um framvindu náms  til nema og meistara.  Kemur ábendingum til nemaleyfisnefndar um breytingar á lögum, reglum og reglugerðum sem varðar vinnustaðanám. Sér um umsýslu sveinsprófa.

Nemaleyfisnefnd er skipuð til fjögurra ára af mennta- og menningarmálaráðherra eftir tilnefningu Starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Nemaleyfisnefndir starfa í samræmi við lög, reglur og reglugerðir sem gilda um námssamninga og starfsþjálfun á hverjum tíma. Nemaleyfisnefnd fer yfir umsóknir meistara og fyrirtækja í kjötiðnaði sem óska eftir nemaleyfi, heimsækir fyrirtæki sem óska eftir nemaleyfi  og  metur hvort viðkomandi fyrirtæki uppfylli skilyrði í 1.gr reglugerðar nr. 280/1997 um námssamninga og starfsþjálfun og reglum ráðuneytið hefur samþykkt og kanna aðstöðu, búnað, verkefni og verkfæri fyrirtækisins, sem þurfa að vera til staðar til þess að fyrirtæki fái nemaleyfi. Yfirfer nemabók hvers nema a.m.k. tvisvar á ári og staðfestir með eða án athugasemda. Er í reglulegum samskiptum við fyrirtæki sem eru með nemaleyfi i greininni. Skipunartími nemaleyfisnefndar rennur út vorið 2016. Fyrir vinnu í nefndinni er greitt samkv. tímaeiningum pr. fund.

Árið 2014 eru í nemaleyfisnefnd: Óli þór Hilmarsson,     Jón Þorsteinsson og Þórður Jóhann Guðmundsson

 

Nemi starfar hjá fyrirtæki með gildan nemaleyfissamning. Fyrstu þrír mánuðir námstímans er reynslutími á þeim tíma gæti farið fram raunfærnimat ef neminn hefur einhverja starfsreynslu í faginu. Tekur á móti ferilbók vinnustaðanáms við undirritun samnings. Skráir verkefni og umfang þeirra í ferilbókina í samráði við meistara og í samræmi við leiðbeiningar nemaleyfisnefndar. Ber ábyrgð á því, ásamt meistara að senda ferilbókina inn til nemaleyfisnefndar þegar eftir þeim er kallað. Tekur við umsögn nemaleyfisnefndar um framvindu í námi og er meðvitaður um þær athugasemdir sem koma fram um námsframvindu viðkomandi.

Meistari ber ábyrgð á því að endurnýja eða sækja um nemaleyfi til nemaleyfisnefndar. Upplýsir nemaleyfisnefnda um verkefni, aðstöðu, búnað, verfæri, fjölda faglærða sveina og meistara sem starfa hjá viðkomandi fyrirtæki. Er tengiliður milli fyrirtækis, nema, nemaleyfisnefndar og Iðunnar. Sækir um námssamning fyrir nema í kjötiðn, gengur frá umsókn og sendir til Iðunnar. Ber ábyrgð á því að skrá í ferilbók nemans verkefni hans og framvindu í námi og senda til Iðunnar. Ber ábyrgð á því að neminn fái þá kennslu í vinnustaðanámi sem námskráin kveður á um og útfært er í ferilbók vinnustaðanáms í kjötiðn. Tekur við umsögn nemaleyfisnefndar um framvindu nemans í námi og bregst við ef einhverjar athugasemdir koma fram.

Sveinsprófsnefnd er skipuð til fjögurra ára af mennta- og menningarmálaráðherra eftir tilnefningu Starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Sveinsprófsnefndir starfa í samræmi við lög, reglur og reglugerðir sem gilda um nám í kjötiðnaði á hverjum tíma. Sveinsprófsnefndarmenn eru prófdómarar í sveinsprófum og sinna einnig raunfærnimati í kjötiðnaði. Í nefndinni sitja sex menn, þrír aðal og þrír vara. Skipunartími sveinsprófsnefndar rennur út 31. desember 2014. Fyrir vinnu nefndarinnar er greitt þóknunargjald vegna sveinsprófa.

Árið 2014 eru í sveinsprófsnefnd

Aðalmenn: Guðmundur Geirmundsson, Óli Þór Hilmarsson og Ómar Bjarki Hauksson

Varamenn: Níels Hjaltason, Jóhannes Geir Númason og Hafþór Hallbergsson

 

Fagráð er faghópur sem starfsgreinaráðið hefur heimild til að setja á laggirnar og tengist ákveðnum faggreinum eins og kjötiðnaði og er ætlað að vera starfsgreinaráði til aðstoðar um fagtengd málefni greinarinnar. Fagráðin hafa aðstoðað við að raða námsbrautum viðkomandi faggreina á þrep, farið yfir hæfnikröfur greinanna og starfslýsingar. Ekki er greidd þóknun vegna setu í fagráði.

Í fagráði sitja: Níels Hjaltason, kom í stað Björns Inga Björnssonar, Eiríkur Þorsteinsson og  Örlygur Ásgeirsson

Starfsgreinaráð eru skipuð á grundvelli 24. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Í starfsgreinaráð eru það SA og ASÍ sem tilnefna sína fulltrúa og svo Kennarasamband Íslands sem tilnefnir kennara í hvert ráð. Skipunartími starfsgreinaráðsins rennur út 31. desember 2014. Ekki er greidd þóknun vegnu setu í starfsgreinaráði.

Árið 2014 eru í starfsgreinaráði Aðalmenn: Níels Sigurður Olgeirsson, MATVÍS, formaður, Níels Hjaltason, Samtökum iðnaðarins, Jóhannes Felixson, Samtökum iðnaðarins, María Guðmundsdóttir, Samtökum ferðaþjónustunnar, Trausti Víglundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Finnbogi Sveinbjörnsson, Starfsgreinasambandi Íslands, Baldur Sæmundsson án tilnefningar og  Jón Karl Jónsson, MATVÍS.

Varamenn: Þorsteinn Gunnarsson, MATVÍS,Drífa Snædal, Starfsgreinasambandinu, Hildur G. Jónsdóttir, Samtökum ferðaþjónustunnar, Eðvald Sveinn Valgarðsson, Samtökum iðnaðarins, Ingólfur Haraldsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, Jóhannes G. Númason, MATVÍS,, Ragnheiður Héðinsdóttir, Samtökum iðnaðarins og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir án tilnefningar.