MEISTARAFÉLAG Kjötiðnaðarmanna, skammstafað MFK, var stofnað á  10. febrúar 1990.

Undanfari MFK var Meistaradeild FÍK, en hún var stofnuð 29. maí 1980. Stjórn deildarinnar var þá kosin og voru eftirtaldir kosnir: Kristján G Kristjánsson, formaður og aðrir í stjórn voru Thorvald Imsland og Jón Magnússon.

Tilgangur með stofnun MFK var að safna kjötiðnaðarmeisturum um allt land saman í ein samtök.   Markmið félagsins er að vinna að aukinni menntun, verkkunnáttu og vöruvöndun þeirra sem í faginu vinna, svo og að standa fyrir kynningu og fræðslu á þeim sviðum er kjötiðnina varðar.
Kjötiðnaðarmenn vilja standa vörð um iðngreinina á þann háttað hinn faglegi grunnur sé ætíð hafður í fyrirrúmi hvað varðar gæði og samsetningu kjötvara. Með breyttum neysluvenjum fólks og hörðu verðstríði á markaðnum er nauðsynlegt að kjötiðnaðarmeistarar og aðrir stjórnendur matvælafyrirtækja standi vel saman og hafi áhrif á þróun mála. Með stofnun félagsins telja kjötiðnaðarmeistarar málefnum iðngreinarinnar vel borgið hvað þetta varðar.

Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:  Þorvaldur Guðmundsson Síld og fisk formaður, Björn Ingi Björnsson Höfn á Selfossi varaformaður, Gísli Árnason Afurðasölu Sambandsins ritari, Leifur Þórsson Sláturfélagi Suðurlands gjaldkeri og Tómas Kristinsson Kjötsölunni meðstjórnandi.

Formenn frá stofnun til dagsins í dag.

 

 

1. Formaður Þorvaldur Guðmundsson 1990- 1991

2. formaður MFK Björn Ingi Björnsson 1991 – 1994

3. formaður MFK Thorvald K. Imsland 1994 – 2000

4. formaður MFK Níels Hjaltason 2000 – 2004

5. formaður MFK Björk Guðbrandsdóttir 2004 – 2008

6. formaður MFK Kristján G. Kristjánsson 2008 – 2010

7. formaður MFK Kjartan Bragason 2010 – 2015

8. formaður MFK Halldór J. Ragnarsson. 2015 – 2018

9. formaður MFK Oddur Árnason frá 2018