Nafn

 1. gr.

1.1          Félagið heitir Meistarafélag kjötiðnaðarmanna

 

Aðsetur

 1. gr.

2.2          Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

 

Markmið og tilgangur

 1. gr.

3.1          Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og kjarabaráttu

3.2          Að halda fundi og ræða fagleg áhugamál.

3.3          A ð vinna að aukinni menntun, verkkunnáttu og vöruvöndun í greininni, svo að standa fyrir kynningu og fræðslu                  á þeim sviðum er kjötiðnina varðar.

3.4          Vinna að samstarfi við önnur meistarafélög kjötiðnaðar meistara á norðurlöndum.

3.5          Standa fyrir fagkeppni í kjötiðnaði.

3.6          Að standa fyrir landsliði kjötiðnaðarmanna á Íslandi.

 

Aðild að félaginu

 1. gr.

4.1          Félagar geta þeir einir orðið sem eru með sveins-bréf í kjötiðnaði.

4.2          K jötiðnaðarmaður þarf að vera virkur félagi í MFK í þrjú ár og á þeim tíma skal hann klára meistaranám í kjötiðn                 til að öðlast réttindi sem fullgildur félagi, að öðrum kosti er honum vísað úr félaginu.

4.3          Félagi með meistararéttindi er fullgildur félagi við samþykkta inngöngu í MFK.

 

5.gr        Umsókn í MFK

5.1          Umsókn um inngöngu í MFK skal vera skrifleg og sendast til stjórnar.

5.2          Umsókn skal fylgja ljósrit af sveinsbréfi og eða meistarabréfi.

5.3          Komist stjórnin ekki að niðurstöðu, um hvort taka beri umsókn til greina, skal skjóta ákvörðun til næsta                                   aðalfundar til endanlegrar ákvörðunar.

 

 1. gr. Árgjald

6.1          Árgjald er ákveðið á aðalfundi.

6.2          Árgjald skal greiða tvisvar á ári.

6.3          Félagi í MFK sem verður 65 ára og hefur verið full-gildur félagi í 10. ár, verður áfram fullgildur félagi en þarf ekki                   að greiða árgjald. Tekur þetta gildi félagsárið eftir að hann verður 65 ára.

6.4          Gefa skal út félagatal einu sinni á ári, og eru þeir þar skráðir sem hafa greitt félagsgjald fyrir yfir-                                                 standandi starfsár MFK.

 

6.5          Ef eldri félagsmenn kjósa að byrja að mæta á fundi einhvern tíma á starfsárinu (eftir fyrsta fund) er nóg                                  að greiða félagsgjald til gjaldkera MFK og     eru menn þá fullgildir félagar.

 

 1. gr. Aðalfundir

7.1          Aðalfund skal halda fyrir lok apríl hvers árs.

7.2          F undarboð og tillögur sem bera á upp á aðalfundi á að senda með minnst þriggja vikna fyrirvara.

 

 1. gr. Almennir félagsfundir

8.1          Almennir félafsfundir skulu haldnir þegar stjórn þykir þurfa og skal til þeirra boðað bréflega eða með                                         tölvupósti.

8.2          Almenna félagsfundi skal halda þegar 1/3 hluti félagsmanna krefjast þess.

8.3          Kröfu um almenna félagsfundi skal senda formanni félagsins.

8.4          Rétt til setu félagsfunda skulu allir aðilar MFK hafa sem ekki eru brotlegir við lög þessi og samþykkir og skulda                       ekki félagsgjöld síðasta árs eða eldri ára.

8.5          Lögmætir félagsfundir eru æðsta vald í öllum málefnum félagsins á milli aðalfunda.

 

 1. gr. Réttindi og vægi atkvæðis

9.1          Hver fullgildur félagi að MFK skal fara með eitt atkvæði á fundum.

9.2          Sveinn hefur ekki atkvæðarétt á fundum, en hann hefur málsfrelsi og tillögurétt.

 

 1. gr. Starfsár

10.1        Starfsár félagsins er á milli aðalfunda, en reikningsárið er almanaksárið

 

 1. gr. Kjör stjórnar og fleira.

11.1        Stjórn MFK skipa 5 menn sem kosnir eru á aðalfundi auk tveggja varamanna sem kosnir eru á aðalfundi.

11.2        Tveir aðalmenn skulu kosnir eitt árið til tveggja ára, og tveir hið næsta til tveggja ára. Varamenn skal kjósa til eins                árs í senn.

11.3        Formann skal kjósa sérstaklega, formaður er kosinn til eins árs.

11.4        Stjórn MFK skiptir með sér verkum, heimilt er stjórnarmanna að taka við endurkjöri.

11.5        Formaður skal boða til stjórnarfunda ef þrír eða fleiri krefjast þess.

11.6        Stjórn ræður málefnum félagsins milli funda, skal hún annast framkvæmdir á samþykktum félagsfunda                                    og vera í hvívetna á verði um hagsmuni MFK.

11.7        Stjórnarfundur er lögmætur ef meirihluti stjórnar er mættur.

11.8        Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.

11.9        Kjörgengi til stjórnar hafa allir fullgildir félagar MFK.

11.10     Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga MFK á aðal fundi.

 

 1. gr. Meðferð ársreikninga

12.1        Ársreikningar síðasta árs skulu vera yfirfarnir af kjörnum skoðunarmönnum fyrir aðalfund.

12.2        Gjaldkeri skal afhenda skoðunarmönnum MFK reikninga þess til endurskoðunar, eigi síðar en þremur vikum fyrir                aðalfund.

 

 1. gr. Fagkeppnissjóður

13.1        Þess skal gætt/ábyrgst að fagkeppnissjóður haldi ávallt eftir fé sem svarar til kostnaði við eina fagkeppni.

 

 1. gr. Úrsögn úr MFK

14.1        Úrsögn úr MFK skal vera skrifleg og taka gildi að liðnum þremur mánuðum frá því hún var tilkynnt.

 

 1. gr. Brottvikning úr MFK

15.1        Félagsstjórn skal ávallt leggja ákvörðun um brottvikningu, fyrir næsta aðalfund MFK til endanlegrar afgreiðslu.                     Brottvikningin telst endanleg þegar 2/3 hlutar aðalfundarfulltrúa hafa samþykkt hana.

15.2        Félagsmaður sem skuldar 12 mánuði eða meira, skal gefinn kostur á að greiða upp gjöldin, ef ekki skal skrá hann                  úr félaginu.

 

 1. gr. Andlát

16.1        Látist félagsmaður úr MFK sér stjórnin um að veita aðstandendum samúð og hlýhug.

16.2        Félagsfáni og blómsveigur skal hafður við útför í samráði við aðstandendur.

 

 1. gr Lagabreytingar

17.1        Lögum MFK má ekki breyta nema á löglegum aðalfundi, enda hafi þess verið  getið í fundarboði að lagabreytingar                séu til meðferðar á fundinum.

17.2        Lagabreytingar þurfa samþykki 2/3 fundarmanna til að ná fram að ganga.

 

 1. gr. Nefndir innan MFK

18.1        Stjórn MFK skal útbúa reglur um nefndir innan MFK og um skipun nefndarmanna.

 

 1. gr. Reglur um kjör heiðursfélaga Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.

19.1        Heiðursfélagi Meistarafélags Kjötiðnaðarmanna er sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag                    þeirra til eflingar félaginu og/eða sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála MFK.

19.2        Kjöri heiðursfélaga skal lýst á aðalfundi eða við annað sérstakt tilefni.

19.3        Á heiðursskjali, sem útbúa skal í tilefni af kjöri á heiðursfélaga, skal rita nafn  og starfsheiti þess, sem sæmdina                      hlýtur. Jafnframt skal rita þar hverjir sérstakir verðleikar eru tilefni kjörsins. Heiðursskjalið skal undirritað af                        stjórn MFK.

19.4        Heiðursfélagi skal njóta allra réttinda sem félags-maður MFK og er undanþeginn greiðslu árgjalds til                                        félagsins. Honum skal boðið ásamt maka að sitja árshátíð og aðrar stórhátíðir félagsins.

19.5        Heiðursfélagar mynda hóp sérstakra félagsmanna, sem nefnast Einherjar  MFK. Einherjar MFK skulu koma                          saman til fundar að minnsta kosti einu sinni árlega og vera stjórn félagsins til ráðuneytis ásamt að koma með                          tilnefningar um heiðursfélaga MFK til stjórnar.

19.6        MFK veitir gullmerki fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Gullmerki er gullhúðuð nál með merki                                              félagsins á enda og lárviðarsveig.

 

 1. gr. Slit MFK

20.1        Ef kæmi til að leggja MFK niður, þá þarf samþykki 2/3 allra skráðra fullgildra meðlima á tveimur  aðalfundum til                  að samþykkja það. Skal þá eigum/ skuld um skipt jafnt milli skráðra félagsmanna, sem hafa fullgild réttindi sem                    félagsmaður í MFK.

 

 

Lög MFK með breytingum

Samþykkt á aðalfundi MFK 14.02.2015